Smáhýsi

Við bjóðum upp á svefnpokagistingu í þremur 18 fermetra heilsárshúsum.
Hægt er að leigja sængur, kodda og rúmföt.

Hvert hús inniheldur:
  • Svefnrými fyrir allt að fjóra gesti í tveimur kojum (90x200 cm). Athugið að það er þröngt fyrir fjóra fullorðna.
  • Borð og fjóra stóla
  • Eldhúskrók með helluborði, ísskáp, vaski, örbylgjuofni, hraðsuðukatli og kaffivél
  • Lágmarks borðbúnað og eldhúsáhöld
  • Baðherbergi með sturtu
  • Þráðlaust internet

Smellið hér til að kanna framboð og verð (á ensku). Einnig er hægt að senda línu á info@nonhamar.is.

Athugið að við bjóðum ekki upp á veitingar.

Um 15 kílómetrar eru í næstu verslun sem er söluskálinn í Freysnesi. Sjá opnunartíma hér.

Smáhýsi innandyra
Smáhýsi innandyra
Smáhýsi innandyra
Smáhýsi innandyra

Skipulag

Skipulag í smáhýsunum