Öræfajökull

Öræfajökull er hæsta fjall Íslands, um 2.110 metra hátt. Jökullinn, sem staðsettur er í sunnanverðum Vatnajökli, er stærsta eldkeila landsins og hefur hann tvisvar sinnum gosið síðan land vaÍ stórgosinu 1362 eyddist öll byggð í Öræfum en á þeim tíma var sveitin kölluð Litla-Hérað. Þetta gos er mannskæðasta eldgos sem orðið hefur á Íslandi og um leið eitt mesta gjóskugos á jörðinni síðustu árþúsund. Það var ekki fyrr en 40 árum eftir gosið að bæir fóru að rísa á nýjan leik í Öræfum. Aftur gaus í jöklinum árið 1727 og lýsa samtímaheimildir því að ekki hafi verið hægt að greina mun dags og nætur í marga sólarhringa vegna öskufalls. Færri fórust þó og minna tjón varð á búpeningi en í fyrra gosinu, og enga bæi tók af.

Hæsti tindur Öræfajökuls er Hvannadalshnúkur en þangað leggja fjölmargir leið sína á ári hverju. Ganga á Hvannadalshnúk er krefjandi verkefni en leiðin á toppinn er um 11 km löng og tekur gangan 10-15 klukkustundir. Hæðarhækkun er rúmir 2000 metrar og ef veður leyfir blasir við stórkostlegt útsýni í allar áttir þegar upp er komið.

Að ganga á hæsta tind landsins er áskorun sem engin áhugamaður um útivist og fjallgöngu ætti að láta fram hjá sér fara. Leiðin er þó ekki hættulaus og er því lögð áhersla á að enginn fari á tindinn nema í fylgd reyndra fjallaleiðsögumanna.

Við í Lækjarhúsum mælum með eftirfarandi aðilum til leiðsagnar:
Á Öræfajökli
Á gönguskíðum á Öræfajökli
Ganga á Öræfajökli
Ferð á Öræfajökul

Vegalengd

Vegalengd á milli Öræfajökuls og Lækjarhúsa

Ganga á Hvannadalshnúk hefst í Sandfelli. Frá Nónhamri að Sandfelli eru 6,8 kílómetrar.