• Nónhamar smáhýsi

  Nónhamar smáhýsi!

 • Svartifoss í Skaftafelli

  Frá Nónhamri að Skaftafelli eru 20 km.

 • Blár ís á Jökulsárlóni

  Frá Nónhamri að Jökulsárlóni eru 37 km.

 • Lundar í Ingólfshöfða

  Frá Nónhamri að brottfararstað fyrir ferðir í Ingólfshöfða eru 4,7 km.

 • Öræfajökull og Hvannadalshnúkur

  Frá Nónhamri að brottfararstað fyrir ferðir á Hvannadalshnúk eru 6,8 km.

Velkomin(n)!

Nónhamar á Hofi í Öræfum býður upp á gistingu í notalegum smáhýsum. Um svefnpokagistingu er að ræða en einnig er mögulegt að leigja sængur, kodda og rúmföt. Í hverju húsi er að finna baðherbergi með sturtu, lítinn eldhúskrók og svefnrými fyrir allt að fjóra gesti. Þráðlaust internet er í öllum húsum.

Náttúran í nágrenni Nónhamars er í senn stórbrotin og einstök en Öræfasveit státar af ægifögru umhverfi og miklum andstæðum í landslagi. Yfir gnæfir Öræfajökull með hæsta tind landsins - Hvannadalshnúk, framundan teygja sig svartir sandar til móts við öldur Atlantshafsins, þjóðgarðurinn í Skaftafelli skartar fögrum fossum og víðáttumiklum skógi, fjölskrúðugt fuglalíf er í Ingólfshöfða og stutt er í ævintýraveröld Jökulsárlóns.

Fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er sveitin því sannkölluð paradís og ekki er að ástæðulausu að svæðið skuli vera einn vinsælasti áningastaður ferðamanna á Íslandi.

Vinsamlegast sendið línu á info@nonhamar.is eða notið bókunarkerfið hér til hægri til að sjá upplýsingar um framboð og verð.

Náttúruperlur

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli

Skaftafell er ein af fegurstu náttúruperlum Íslands!

Stór ísjaki á Jökulsárlóni
Jökulsárlón

Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands!

Lundi í Ingólfshöfða
Ingólfshöfði

Friðlandið Ingólfshöfði státar af afar auðugu fuglalífi!

Öræfajökull
Öræfajökull

Öræfajökull er stærsta eldfjall Íslands og hæsta fjall landsins!