Afþreying

Fjölmargir möguleikar bjóðast til afþreyingar í Öræfasveit og nágrenni.

Öræfaferðir bjóða upp á margskonar ferðir allt árið um kring. Í boði eru byrjendavænar kajakferðir sem og ýmiskonar jöklagöngur, ísklifursferðir og gönguskíðaferðir af ýmsum erfiðleikastigum. Til að mynda má nefna gönguferðir og skíðaferðir á Hvannadalshnúk en eigandi Öræfaferða, Einar Rúnar Sigurðsson, er einn reyndasti fjallaleiðsögumaður á þessum slóðum en hann hefur gengið á Hvannadalshnúk oftar en nokkur annar, eða yfir 270 sinnum! Á sumrin bjóða Öræfaferðir einnig upp á hinar vinsælu náttúru- og fuglaskoðunarferðir í Ingólfshöfða þar sem notast er við dráttarvélar og heyvagna til þess að koma gestum út í friðlandið. Nánari upplýsingar má finna á oraefaferdir.is.

Frá 15. maí til 15. september bjóða Jöklamenn upp á fjölbreytt úrval jökla- og fjallaferða frá höfuðstöðvum þeirra í Skaftafelli. Hægt er að velja um ýmsar útfærslur af gönguferðum hvort sem er á jökul eða fjöll og einnig eru í boði skíðaferðir á Hvannadalshnúk og fjallahjólaferðir um þjóðgarðinn í Skaftafelli. Nánari upplýsingar er að finna á hvannadalshnukur.is.

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa einnig útibú í Skaftafelli hvaðan þeir bjóða upp á ýmiskonar jökla- og fjallgöngur frá maí fram í september ár hvert. Sérstök jólaopnun er einnig í Skaftafelli en hún varir frá 26. desember til 5. janúar. Síðustu ár hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn einnig boðið upp á úrval námskeiða í fjallamennsku. Allar nánari upplýsingar má finna á fjallaleidsogumenn.is.

Á sumrin er hægt að fara í ævintýralegar bátsferðir um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Tvö fyrirtæki bjóða upp á siglingar um lónið en nánari upplýsingar má finna á vefsíðum þeirra, icelagoon.com og jokulsarlon.is. Einnig er upplagt að staldra við í fjörunni við Jökulsárlón og virða fyrir sér ísjaka sem veltast um í briminu.

Ice Walk býður upp á göngu á Breiðamerkurjökul yfir sumartímann. Breiðamerkurjökull er með stærstu skriðjöklum sem ganga út úr Vatnajökli en hann hefur hopað hratt síðustu ár og áratugi, eða um 50 metra á ári. Ferðirnar hefjast á bílastæðinu við Jökulsárlón en þaðan er ekið að jökulsporðinum. Daglegar brottfarir eru kl. 10:00 og 13:30 og hægt er að velja um tveggja eða fjögurra tíma göngu. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Ice Walk.

Í þjóðgarðinum í Skaftafelli er að finna margar góðar gönguleiðir og ættu allir að geta fundið leið við sitt hæfi. Göngukort má nálgast í gestastofunni í Skaftafelli en einnig má finna uppástungur að nokkrum vinsælum gönguleiðum hér.

Atlantsflug býður upp á útsýnisflug yfir náttúruperlur og stórbrotið landslag í ríki Vatnajökuls og nágrenni. Ferðirnar eru í boði á sumrin frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin og er brottfararstaður flugvöllurinn í Skaftafelli. Nánari upplýsingar um flugferðir sem í boði eru má finna hér.

Á Hnappavöllum er stærsta og besta klettaklifursvæði landsins en þar er að finna yfir 100 boltaðar klifurleiðir. Leiðirnar eru 8 til 20 metra langar og spanna frá 5.4 upp í 5.13d í erfiðleikastigi.

Yfir sumartímann halda Kynnisferðir uppi daglegum rútuferðum í Lakagíga og Landmannalaugar. Brottfarir í þessar ferðir eru frá Skaftafelli. Sjá nánar á kynnisferdir.is.

Í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Nónhamri er boðið upp á jeppa- og vélsleðaferðir um Vatnajökul allt árið um kring. Sjá nánar á glacierjeeps.is.

Öræfaferðir
Jöklamenn
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn
Ice Lagoon
Jökulsárlón
Ice Walk
Vatnajökulsþjóðgarður
66° Norður